Uggur: brot úr ævi

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2014

Um bókina:

Margreyndur rithöfundur fær óvænta höfnun sem leiðir til þess að hann missir fótanna. Lesandinn slæst í för með Úlfari Þormóðssyni þar sem hann berst við þetta mótlæti, rifjar upp bæði ljúfar og sárar minningar, auk þess sem honum er fylgt eftir í hringiðu samtímans.

Úr bókinni:

Eftir þetta nennti ég ekki að tala við útgefendur og ætlaði sjálfur að gefa út skáldsöguna Syngjandi fiskur. Þá kom til mín ákaflyndur ungur maður á peningavegum og kvaðst vilja gefast útgefandi minn. Ég þáði það. Þegar sagan var orðin að bók og tilbúin til dreifingar hafði ungi mauðrinn fengið áhuga á öðru.Ég veit ekki hvaðh ann kom bókinni í margar búðir áður en hann elti nýjustu hugmynd sína norður á land, en ári eftir að hún var prentuð hringdi bókbandsstofa í mig og spurði hvort ég ætlaði ekki að nálgast upplagið, tvö, þrjú bretti eða svo.

Reynslunni ríkari talaði ég hvorki við kóng né prest áður en ég gaf sjálfur út skáldsöguna Á fullu tungli, dreifði litlu í búðir en seldi fyrir kostnaði með aðstoð Pósts og síma sem þá var í almannaeigu.

Í það mund sem ég lauk við að skrifa skáldsögu um Tyrkjaránin var fariða ð bjarma fyrir Bólu. Þá hitti ég fjárhættuspilara, ef svo mætti segja. Hann hafði þá nýlokið við að kaupa Mál og menningu sem bókmenntafræðin hafði endurskírt og rekið í þrot.

„Væri það ekki í takt við tímann að íhaldsskurfur eins og þú gæfir út bók eftir mig,“ sagði ég við nýríkan manninn þar sem ég gekk í fangið á honum við Veghúsastíg.

„Annað hvort væri nú,“ svaraði hann að bragði „og við hæfi að gera það undir merkjum Almenna bókafélagsins.

Og það gerði hann.

Handritið, svokallað kassastykki vegna stærðarinnar, fékk hann í hendur strandkapteini Máls og menningar, þeim sama og áður hafði neitað að gefa mig út. Það reyndist honum ofraun að lesa handritið í gegn. Fyrir vikið féll það í hlut annarra sem ákváðu að það skyldi gefið út í tveimur bókum sem fengu heitin Hrapandi jörð og Rauð mold. Það var gert með miklum myndarskap.

(26-8)