Tvö tungl

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1989
Flokkur: 

Úr Tveimur tunglum:

Búr

Afi að þvo bílinn
í hlaðinu og ég kom
gangandi með vasahníf
fyrir smiðjuhornið

Afi leit upp frá þvottinum
og sagði: sjáðu hvað loftið
er blátt í dag

Ég leit upp
á himni sveif lítill fugl
aleinn
síðan steypti hann sér
eldsnöggt

Flaug ofan í afa

Afi hóstaði og kyngdi
leit flóttalega til mín
og hélt svo áfram að þvo
bílinn

Ég heyrði fuglinn tísta dauft

(s. 17)