Tímabundið ástand

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2008
Flokkur: 


Úr Tímabundnu ástandi:SkíðastrákurSkíðavor

himinblátt, snjóbjart

sólin hringsnerist í kringum mig

ég renndi mér á stuttbuxum

brúnn; ekkert, ekkert

eins skemmtilegt og fjalliðEn þá rekur sumarið hnefa upp úr snjó

hittir mig ...Ljótt að bölva sumri, ég veit

en sumar að koma er samt líka árans tíminn

að líða, svipta undan mér fótunumFjallið varð jafn gott næsta vetur –Samt varð aldrei aftur

jafn skemmtilegt að vera ég(24)ÍtalskaÞorpið stígur myndrænt

upp af mynd sinni á vatninu

bratt upp eftir skógarhlíð; ég vagga

á bryggjukrá við Comovatn –

enn eitt skáld við Comovatnsýp vellíðan, rauða, nokkrar konur

samtals í fáu spilla ekki útsýni

hve rómað, heimsfrægt sem það kann að vera

en þær allar ókunnarþær allar svarteygðar; það bætast

við mig hugrenningar, sopar og

augnaráðin svörtu hreyfa við mér, ég er enn

að myndast(43)