Þrumuguðinn Þór

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1989
Tor Åge Bringsværd : Tordenguden.

Af bókarkápu:

Við álítum að jörðin sé hnöttur, einn af mörgum, í óendanlegum alheimsgeimi; að himininn sé takmarkalaus víðátta og sólin sé stjarna, ein af ótal mörgum.
Að baki hverrar gátu sem við leysum leynast tíu nýjar; og við höldum áfram að leita sanninda, leysa gátur. Við þráum skýringar, reynum að skilja alla hluti æ betur, viljum geta gefið nöfn öllu því sem við sjáum og reynum.
Hver tími skilur heiminn sínum skilningi, sér hann með sínum augum. Þessi bók lýsir því að nokkru hvernig Norðurlandabúar til forna útskýrðu lífið og tilveruna. Við förum þúsund ár aftur í tímann og litumst um innan hinnar heiðnu goðafræði.

Jörðin var flöt og flaut eins og kringla á heimshafinu mikla. Mannheimur nefndist Miðgarður. Þá voru uppi jötnar og aðrar forynjur, svo og furðuleg skrímsli og ófreskjur. En mennirnir áttu volduga vini, guðina – sem kallaðir voru æsir og bjuggu í borginni Ásgarði, handan við Bifröst, regnbogabrúna miklu.