Þrítengt

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1996
Flokkur: 

Úr Þrítengt:

Draumvísi

í draumi sínum
opnar ótölulegar
kínverskar öskjur

eina af annarri
fagurskreyttar
og hjartað slær ótt og títt

því óttast
að innst í einni
leynist ofurlítil vala

og innst í völunni
örsmátt korn
og innst í korninu

stækkuð mynd af veröldinni