Þín eigin saga: Risaeðlur

Þín eigin saga: Risaeðlur
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2020
Flokkur: 

Evana Kisa myndlýsti. Bókin er prentuð með letrinu Dyslexie sem auðveldar lesblindum að lesa.

um bókina

Þín eigin saga: Risaeðlur fjallar um svangar snareðlur, forvitnar flugeðlur, glaðan grameðluunga – og ÞIG.

ÞVÍ ÞÚ RÆÐUR HVAÐ GERIST!

Mundu bara að ef sagan endar illa má alltaf reyna aftur – það eru mörg mismunandi sögulok!

úr bókinni

Þú hugsar málið.

"Nei," ákveður þú svo. "Þú átt heima í þessum tíma."

Þú leggur ungann frá þér og læðist út úr rjóðrinu.

Skyndilega byrjar jörðin að titra.

Þú felur þig á bak við tré.

Gríðarstór grameðlumamma þramma inn í rjóðrið. Litli unginn hleypur til hennar. Mamman er glöð að sjá hann.

Þú brosir. Eins gott að þú tókst ekki ungann.

Maður á aldrei að taka börn frá foreldrum sínum.

Þú lætur grameðlurnar í friði og gengur aftur inn í skóginn.

Þig langar heim.

Þér líst ekkert á þennan tíma.

Þú leggur við hlustir þar til þú heyrir suðið í svartholinu.

Þú hleypur af stað í áttina að hljóðinu.

"Þarna ertu!" hrópar þú þegar þú sérð svartholið.

Þú stekku rinn í það og sogast aftur heim.

ENDIR.

(s. 35-37)