Þeir máluðu bæinn rauðan: saga vinstrihreyfingarinnar á Norðfirði

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1990
Flokkur: 

„Dalli var kallaður bæjarstjórinn á blússunni, því hann gekk ekki í jakkafötum með flibba eins og menn áttu að venjast. Hann var harður innheimtumaður og duglegur. Einu sinni lenti hann í hörku við Pétur Thoroddsen lækni, hefur sennilega gengið nokkuð hart að Pétri í innheimtu. Þá skrifuðust þeir utan á Bæjarhúsinu, þar sem vaninn var að hengja upp auglýsingar. Dalli var ekki hjá okkur nema í 9 mánuði. Þá kusum við Jón Sigfússon. Hann var bæjarstjóri frá 1939 til 1943.
   Ég var bæjarskrifari meðan Jón var bæjarstjóri. Ég var framan við á skrifstofunni og einfalt timburþil á milli okkar. Karlarnir komu mikið þangað til að hitta mig, stóðu þá fyrir framan afgreiðsluborðið. Jón varð stundum þreyttur á þeim stöðuga hávaða, sem þessu fylgdi, því ég stóð í miklum samræðum og var alltaf að rífast um pólitík. Jón var rólegheita maður og við vorum vinir frá fyrri tíma, þegar ég vann hjá honum í saltfiski(...)
   Það var venja að draga íslenska fánann upp á 1. maí. Ég var prófdómari um þetta leyti og var úti í barnaskóla að fara yfir próf. Ég var ekki ánægður með það að íslenski fáninn einn skyldi vera dreginn að húni og hljóp inn að Sómastöðum, þar sem bæjarskrifstofurnar voru, í matartímanum, og dró niður íslenska fánann, fór með hann inn á skrifstofuna, og dró upp rauða fánann í staðinn. Það þótti mikið hneyksli, en hann var þó ekki dreginn niður.“

(s. 163-164)