Það talar í trjánum

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1995
Flokkur: 

Úr Það talar í trjánum:

Minning

Minning: einskonar
eyja í tímanum!
íðilgræn
með troðningum, bröttum og tæpum.

Hér er oss skipað
í land, föngum – án fjötra

unz leikhjúpur æskunnar,
orðinn að spennitreyju
lykur um kverkar vorar,
limi, brjóst

og ljóð sem dylja svan
í hverju tákni ...