Tautar og raular

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2014
Flokkur: 

Úr bókinni:

Iðnir

Hugsunin
hinsta
áður en hann
missti fótanna
og snara herptist
að hálsi:

- Fín vinna
á þessum gálga
efnið vel valið
og handbragðið
óaðfinnanlegt
föndrað og dútlað
allt svo traust
og unnið af alúð
ekkert sem bregst.

Hér hefur fagmaður
verið að verki
hugsaði bakarinn.

(31)