Tafl fyrir fjóra

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2002
Flokkur: 

Af bókarkápu:

Anna Káradóttir, ung rannsóknarlögreglukona, er send um hávetur til smáþorpsins Sandeyrar, til að ljúka rannsókn á einkennilegu og sviplegu morðmáli. Anna fer óviljug í þessa ferð, því hún þekkir Sandeyri, þótt hún hafi ekki komið þar lengi. Rætur hennar liggja þangað og þar hafði hún orðið fyrir hrottalegri nauðgun á unglingsaldri sem breytti lífi hennar til frambúðar.

Úr Tafli fyrir fjóra:

Það var allt á kafi í snjó. Óttinn skreið um mig eins og hvæsandi snákur, skreið niður eftir bakinu á mér og ég reyndi að æpa af öllum lífs og sálar kröftum, en úr barka mínum kom ekki ein einasta stuna. Ég öslaði snjóinn eins hratt og ég gat, en það var eins og fæturnir væru úr blýi. Ég vissi að hann var þarna, rétt við hælana á mér og myndi ráðast á mig á hverri stundu. Ég fann heitan andardráttinn á hálsinum og tók á ítrustu kröftum til að komast áfram, en ég var föst. Kvikindislegur hlátur ódæðismannsins skar inna eyrun og ég vissi að á hverri stundu myndi ég finna snertingu hans. Með ofurkrafti sneri ég mér við og horfði á svarta lambhúshettuna sem huldi andlitið. Ég þekkti hann, þekkti þennan djöful og nú var of seint að gera neitt, hann hafði yfirbugað mig.

(s. 97)