Syngjandi beinagrind

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1994
Flokkur: 
Myndir : Sigrún Eldjárn 

 
Úr Syngjandi beinagrind:

„Æ!“
 Mennirnir á bekknum snarþagna!
 Þeir standa á fætur og horfa í kringum sig. Það er sama hvað Birna reynir að gera sig ósýnilega þarna inni í runnanum. Þeir sjá hana næstum strax!
  „Gríptu hana! FLJÓTUR!“ segir annar maðurinn. Hann er ljóshærður og laglegur.
 Hinn maðurinn er kraftalegur og hefur ekki mikið fyrir því að draga Birnu úr runnunum.
 „Jæja, kerlingin! Þú hlýtur að hafa heyrt ýmislegt sem ekki var hollt fyrir þig að heyra!“ segir beljakinn.
 Birna kemur ekki upp orði af skelfingu.
 Mennirnir líta hvor á annan.
 „Við neyðumst til að taka þig úr umferð um stundarsakir,“ segir sæti maðurinn og brosir óviðkunnanlega.
 Þeir líta báðir í kringum sig. Enginn er á ferli. Þá teyma þeir Birnu með sér að bíl sem stendur þarna rétt hjá.
 Beljakinn heldur fyrir munninn á henni. Hann sest með hana í aftursætið og keyrir höfuðið á henni niður svo enginn sjái hana. Sæti maðurinn sest undir stýri og ekur burt!

(s. 40-41)