Svo þú villist ekki í hverfinu hérna

Höfundur: 
Þýðandi: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2015

Um þýðinguna

Skáldsagan Pour que tu ne te perdes pas dans le quartier eftir Patrick Modiano, í íslenskri þýðingu Sigurðar Pálssonar.

Roskinn rithöfundur þarf að horfast í augu við fortíðina þegar dularfullt ungt par kemur inn í líf hans. Smám saman rifjast upp hálfgleymdar minningar, frá fyrstu skrefunum á rithöfundarbrautinni og allt aftur til erfiðrar reynslu í bernsku. Sögur lifna inni í öðrum sögum og smám saman færist lesandinn nær heildarmynd af því barni sem hann eitt sinn var, kjarna manneskjunnar.