Sjöund

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2008
Flokkur: 

Sjöund er handsaumað ljóðaumslag með ljóðum eftir Gunnar Hersvein en hönnunin er eftir Sóleyju Stefánsdóttur. Sjöund sameinar mynd, ljóð og bréf í einu umslagi.

Úr Sjöund:

Undir yfirborðinu

Tíndi úr
huga mínum og hjarta
- lagði það varlega frá mér

tíndi úr
huga mínum og hjarta
- þar til allt varð tómt

nema eitthvað
undir yfirborðinu

Blés í jarðveginn

Grunar hvað það er
en þori ekki að snerta.

Ef þú átt einhverju sinni leið hjá
og finnur það í augum mínum

viltu vera svo góð
- hvað sem þér finnst um það
að segja mér ...

Um nótt

Þótt ég komi
skríðandi um nótt
í kafaldsbyl
og knýji dyra á húsi þínu

þótt ég guði á alla glugga
og kalli nafn þitt þúsund sinnum

haltu mér úti
haltu mér úti
hleyptu mér ekki inn

... ástin mín.