Sampó Litlilappi

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1986
Zacharias Topelius og Veronica Leo : Sampo Lappelill.

Úr Sampo Litlalappa:

Sampo Litlilappi var lítill þybbinn strákur með svart hár, brún augu, breitt og stutt nef og stóran munn, alveg eins og pabbi hans. Hann átti skíði, og á þeim brunaði hann niður hæðirnar við fljótið Tenojoki. Hann átti líka lítinn hrein og sleða sem hreinninn dró.
Þið hefðuð átt að sjá hvernig mjöllin þyrlaðist um Sampo Litlalappa þegar hann þaut yfir ísinn og gegnum skaflana!
“Ég verð aldrei róleg fyrr en drengurinn hefur verið skírður,” sagði móðir hans. “Úlfarnir geta hremmt hann uppi í fjöllunum. Eða hreinninn hans Hiisi, hreinninn með gullnu hornin – hann getur komið og haft hann á brott með sér. Guð hjálpi litla snáðanum, hann er óskírður!”