Sænginni yfir minni

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1987
Flokkur: 

Vaka Helgafell 1999. Myndir: Sigrún Eldjárn.

Sænginni yfir minni er þriðja bókin í þríleik. Hinar tvær eru Sitji guðs englar (1983) og Saman í hring (1986).

Úr Sænginni yfir minni:

Ef ég horfi beint í sólina og loka svo augunum fast verður sólin eftir í augunum, sagði Abba hin.
Þú mátt ekki horfa beint í sólina, sagði Lóa-Lóa. Þú getur orðið blind.
Og þá geturðu ekkert sjáið, sagði Guðbergur og stakk upp í sig hundasúru.
En það er alveg satt. Ég sé sólina líka þegar ég loka augunum, sagði Abba hin, og kreisti aftur augun. Fyrst er hún eldrauð, svo verður hún fjólublá og seinast kolsvört.
Vertu ekki með þessa vitleysu, sagði Lóa-Lóa.
Kannski sér afi ýmislegt þó að hann sé blindur, sagði Abba hin. Kannski er bara allt fallegra sem hann sér en það sem við sjáum. Hann getur alveg ráðið því sjálfur. Hvernig allt er á litinn og svoleiðis.
Hættu að bulla svona, Abba, sagði Lóa-Lóa. Þú ert orðin sjö ára. Allir segja að þú sért ekki eins og fólk er flest.
Abba hin leit á systur sína.
Lóa-Lóa, veistu það, maður getur séð allt öðruvísi en það er.

(s. 5)