Pönnukökutertan

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1985
Sven Nordqvist : Pannkakstårtan.

Af bókarkápu:

Karlinn hann Pétur og kötturinn Brandur kunna lagið á því að bæta um betur þegar gott er í efni. Brandur á afmæli þrisvar á ári, og þá setjast þeir að borðum og snæða gómsæta pönnukökutertu. En einn slíkan afmælisdag fer allt úr skorðum.
Pétur gamli getur ekki bakað tertuna án þess að hafa hveiti. Og til að fá hveitið verður hann að ná lykli upp úr djúpum brunni, klifra upp á skemmuþakið, ösla í brotnum eggjum og leika á bálreiðan bola, þar sem Brandur er í hlutverki nautabanans. Með heppni, hugprýði og hugviti yfirstíga þeir allar hindranir og njóta afmælistertunnar betur en nokkru sinni!