Óvitar

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1979
Flokkur: 

Leikritið var fyrst sett upp í Þjóðleikhúsinu 1979. Leikfélag Akureyrar frumsýndi verkið með nýrri tónlist Jóns Ólafssonar við texta eftir Davíð Þór Jónsson haustið 2007.

Úr Óvitum: 

Dagný: (æst) Vinna, vinna, vinna. Það er það eina sem þið hugsið um. Guðmundur greyið hangir hér allan daginn og reynir að finna sér eitthvað að gera. Safnar dauðum flugum, ánamöðkum, gosdrykkjatöppum og myndum af dánu fólki.
Mamma: Myndum af dánu fólki?
(Allir horfa á Guðmund)
Safnarðu líka myndum - af dánu fólki?
Guðmundur: Ja-á, er það ekki allt í lagi?
Mamma: Hvar færðu myndir af dánu fólki?
Guðmundur: Bara í blöðunum. Bráðum kemur langafi í safnið. Ég hef aldrei þekkt neinn í safninu fyrr.
Dagný: Það er von að þú sért spenntur.
Pabbi: Ég held að fjölskylda mín sé að fara úr sambandi. Hvað er þetta kona, hefurðu enga stjórn á þessu?
Mamma: (æst) Ég? Þarf ég ekki líka að vinna? Heldurðu að þú vinnir einn fyrir öllu þessu?
Dagný: (enn æstari) Öllu þessu bölvuðu drasli! Hvern heldurðu að langi í þetta nema ykkur? Ekki okkur Guðmund.
Guðmundur: Nei, ekki vitundarögn. Mig langar í smásjá.

(s. 42-43)