At og aðrar sögur

at og aðrar sögur
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2008
Flokkur: 

Um bókina

Smásagnasafnið At og aðrar sögur geymir sextán spennandi draugasögur sem ætlaðar eru lesendum frá 9 ára aldri. Bókin kom út í tengslum við alþjóðlegu barnabókahátíðina Draugur úti í mýri sem haldið var í Norræna húsinu.

Bókin er afrakstur smásagnasamkeppni sem Forlagið og barnabókahátíðin Mýrin stóðu fyrir. Alls bárust 106 sögur í samkeppnina og úr þeim valdi dómnefnd þrjár til að verðlauna og þrettán til viðbótar til birtingar í bókinni.

Fyrstu verðlaun hlýtur sagan „At“ eftir Guðmund Brynjólfsson.