Lukka: 07.10.13 - 07.10.14

Lukka: 07.10.13 - 07.10.14 eftir Hallgrím Helgason
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2016
Flokkur: 

Úr Lukku

Smáfuglahópur í fallegum sveig
framhjá hárri blokkinni
og fyrir þá næstu

Birtast svo aftur og stilla sér upp
á ljósastaur allir saman

Lúta goggi

Glæsilegt atriði í söngleik
sem drepinn var af gagnrýnendum
en fer þó fram í uppljómuðu leikhúsi
við Shaftesbury Avenue í London
og bara við tvö í salnum

Við klöppum ekki
og þeir tygja sig baksviðs

---

Sólin er sein á fætur
þennan daginn

Birtist rétt fyrir hádegi
og breytir hélu í dögg
vetri í sumar

Hinsta brosið á banasæng

Dauft en þó dýrast allra

(26-7)