Ljóðtímavagn

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2003
Flokkur: 

Úr Ljóðtímavagni:

Snertiflötur A4

Athuganir
stöðugar athuganir
í einsemdinni

Smám saman í gang
spuni sjálfsins
ímyndaheimur sjálfsins

(pappírsbunkinn undir hægri hendi
hlýnar með tímanum sem það tekur
að móta með pennanum skrifa
stafi og orð
hratt
hægt ...)

Smám saman í gang
spuni sjálfsins
meðal allra hinna sjálfanna
hin sameiginlegi
ímyndaheimur

(móta stafi og orð
hratt
hægt
allt er hratt
allt er hægt ...)

Móta
skrifa
á þennan flöt

þennan snertiflöt
sem er nefndur A4

(og hlýnar þykkur bunkinn
af hvítum blöðum
og þynnist
með tímanum
hratt
hægt)