Ljóðasafn

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1998
Flokkur: 

Úr Ljóðasafni:

Framtíðin

Ferð þín er hafin.
Fjarlægjast heimatún.
Nú fylgir þú vötnum
sem falla til nýrra staða
og sjónhringar nýir
sindra þér fyrir augum.

En alnýjum degi
fær þú aldrei kynnst.
Í lind reynslunnar
fellur ljós reynslunnar
og birtist þar
slungið blikandi speglun
alls þess er áður var.

(s. 171, 2. útg. Mál og menning, 2005)