Leyndardómar Reykjavíkur 2000

Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2000
Flokkur: 

Kafli í spennusögu eftir ýmsa höfunda.

Úr Leyndardómum Reykjavíkur 2000:

Ég horfði á Diddu með spurn í augum á meðan hún flýtti sér í fötin. Svipurinn á henni var í senn meinlegur og prakkaralegur. Ég vissi ekki alveg hvað hún var að hugsa.
 Ég verð að ná í myndirnar, skilurðu. Sagðirðu ekki klukkutíma við karlugluna. Ég get varla beðið eftir að sjá framan í hann er hann sér hvað við höfum upp á að bjóða.
 Didda hafði greinilega stúderað þessar myndir og ég mátti vera feginn. Stúlkan sú virtist luma á ýmsu sem mig hafði ekki grunað.
 Þú verður að vera komin til baka áður en hann kemur, sagði ég og fann örlítinn kvíðahnút í maganum. Ég virtist vera byrjaður að vantreysta öllum. Varla færi Didda að minnast á þessar myndir ef hún ætlaði síðan að yfirgefa mig og eftirláta mig hrægamminum.
 Hættu að láta eins og taugaveikluð kerling. Þú skalt ekki ímynda þér að ég ætli að missa af þessu, sagði hún broshýr. Á sömu stundu var hún farin og dyrnar lokuðust á eftir henni.

(s. 64-65)