Leyndardómar Reykjavíkur 2000

Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2000
Flokkur: 

Kafli í spennusögu eftir ýmsa höfunda.

Úr Leyndardómum Reykjavíkur 2000:

 Og renndu upp andskotans buxnaklaufinn, það sést í hræið!
 Ég hafði ekki séð Stjórann í öðru eins uppnámi. Ég fálmaði eftir buxnaklaufinni og bauð þeim inn og hikstaði einhverju upp um tiltektir og tímaleysi. Ég fann bol á mig og sokka. Jack lék heilu Wagner-kaflana í hausnum á mér og mér fannst eins og beikonið væri komið í kapphlaup við eggið.
 Vá, var hann stunginn? stamaði ég.
 Hnífurinn stóð í honum eins og kokkteilpinni, sagði Raggi frændi, og það furðulega er að það er eins og þú hafir verið að fikta eitthvað við hann VEGNA ÞESS AÐ FINGRAFÖRIN ÞÍN ERU ÚT UM HANN ALLAN!

(s. 109)