Lestin til Lundar

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1973
Flokkur: 

Úr bókinni:

Illugi

Þar stendur hann
horfir þögull
höndum tekinn
heitur af mæði
skyggnist um
angist í svip
leggur að vitum
lykt af blóði

Styrkur bróðir
stirðnað lík

Augun flökta
full af beyg
horfið af vörum
hrákalt bros
svo heggur Öngull
hönd af saxi
hvítir fingur
haldi sleppa

Hverfist skap
hatur í augum
hrákalt bros
harðnar á vörum
svo gengur hann út
undir höggið

Nóttin líður
lýsir af degi


Líf

Lífið:
sund gegn straumi

Þú knýrð líkama þinn
gegnum streymandi daga
sem breyta hverri andrá
í fortíð
á hraðri leið til óss

Blindur vilji handanna
leiðir þig
gegnum andartök fljótsins
til uppsprettunnar
dauðans