Landslag er aldrei asnalegt

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2003
Flokkur: 

2. útgáfa í kilju árið 2011.

Úr bókinni
 

Dagurinn fyrir sveitaballið
 

Nordan hardan gerdi gard.
Geysihardur vard'ann.

Að stíga konuna eins og öldu. Orðin frá Gusa bergmála enn í höfði mínu. Ég heimsótti hann inn á Neshólma í gær og sagði honum beint út um hrakfarirnar með ráðskonuna. Það var gott að tala við Gusa. Hann sýndi mér hvernig maður verður að gera sér grein fyrir smæð sinni við slíkar aðstæður, og hve miklu skiptir að vera einlægt maður sjálfur.

Ef hún hefur einhverju að hrygna, þá rennir hún sér upp á grunnið og kallar eftir þér, það máttu bóka.

Gusi veit hvað hann syngur. Ég þurfti bara að sýna að ég væri auðmjúkur og tilbúinn að taka við henni og þó ég skilji ekki alveg hvað hann á við, enda galtómur í hausnum síðan hún kom, þá grunar mig hvað hann á við.

Seinnipartinn birti til og skýjaflókarnir rifnuðu eins og geð mitt og glitti í blánandi himin. Nú er ballið framundan og Dósi kom með bokkurnar og bjórkassana sem við pöntuðum aðs unnan með rútunni. Ég sat inn á herbergi og horfði út á fjörðinn og hugsaði með mér að nú skyldi ég yfir og banka á herbergishurðina hennar og bjóða henni út til skýjanna.

Skýjanna? myndi hún endurtaka eins og eitt spurningarmerki í framan, og þá myndi ég segjast hafa söðlað henni glitský til reiðar og við horfðum oní dalina hvar við þeystum og bláminn yfir höfðum okkar og ég lem fótastokkinn og við sjáum var sólin grætur ljósi sínu í brekkurnar og vindarnir strjúka auðmjúkar heiðartjarnir í gleði sinni og rauðhömruð skýin allt um kring og síðan brosum við okkar innsu kenndum hvort að öðru svo við þurfum einskis annars við í veröldinni. Já. Einskis.

(63-4)