Krummi: Hrafns saga Gunnlaugssonar

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1994
Flokkur: 

Af bókarkápu:

Þessi bók hefur ekki að geyma eiginlega ævisögu Hrafns Gunnlaugssonar, Krumma, enda er ekki tímabært að skrá hana. En af nógu er að taka þegar Hrafn lítur yfir farinn veg. Ótrúleg uppátæki á unglingsárunum, Útvarp Matthildur, sköpunargleði og átök í kvikmyndalistinni og stormar og stríð í störfum hjá Sjónvarpinu sem öll þjóðin stóð reyndar á öndinni út af um tíma. Hér segir krummi frá kynnum sínum af fólki sem hann hefur hitt, bæði í leik og starfi, utanlands og innan, hvort sem þau kynni hafa verið góð eða slæm, og hann segir álit sitt bæði á mönnum og málefnum af því hugrekki og hispursleysi sem honum einum er lagið.