Kona án fortíðar

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1992


Phyllis A. Whitney: Woman Without a Past.

Úr Konu án fortíðar:

„Hefur einhver verið myrtur?“ spurði ég Charles.
„Auðvitað! Hér er blóði drifin jörð, Molly – og hefur verið allt frá dögum frelsisstríðsins. Er eitthvert eitt morð sem vekur áhuga þinn öðrum fremur?“ Hann var léttur í máli, stríðnislegur, og fór undan í flæmingi.
„Rödd – Honoriu virtist hafa tekið ákvörðun.“
„Það gefur auga leið. Er ekki ætlast til að draugar ásæki staðinn þar sem hann dó? Einkum ef hann yfirgaf sína jarðnesku tilveru nauðugur.“ „Áttu við að Nathaniel hafi runverulega verið til – hann er þá ekki bara einhver tilfallandi andi? Var hann myrtur?“
„Hann var svo sem nógu raunverulegur, en hann var ekki myrtur. Það er löng saga. Þurfum við að ræða þetta núna?“
„Ef til vill,“ sagði ég og vissi ekki alveg hvers vegna ég fann þessa brýnu þörf fyrir að vita málavexti. „Vertu svo vænn að segja mér frá Nathanial. Hann reyndi að tala til mín gegnum Honoriu og þú getur áreiðanlega ímyndað þér hversu óþægileg áhrif það hafði á mig.“
 Charles fitlaði við silfurborðbúnaðinn og ég vissi hve tregur hann var til að ræða þetta.
„Haltu áfram,“ þráaðist ég við. „Segðu mér frá þessu.“

(s. 35)