Innrás liljanna

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1997
Flokkur: 

Úr bókinni


Dans

Sólin
hamrar
skýjasteðjann
rauðan

Hún er að smíða kistuna
utan um guð sinn dauðan

...
 

Kenning án raka
 

Mér er sama hvað rökin segja
svoleiðis er best að deyja

sálin brynjuð birtu
ristir ljósrák útí frelsið
þar sem þráin seðst
svo augu allra stjarna
undrast þvílíkt stjörnuhrap

kenningin er reyndar sú
að stjörnuhröp séu farandi sálir

(29-30)