Í frjálsu falli

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2009

Spennusagan Bad Luck and Trouble eftir Lee Child í íslenskri þýðingu Eiríks Arnar.

Af bókarkápu:

Í frjálsu falli eftir Lee Child er fyrsta bókin um fyrrum sérsveitarmanninn og andhetjuna Jack Reacher sem kemur út á íslensku, en á ensku hafa verið gefnar út þrettán bækur um hann frá árinu 1997. Þær eru með vinsælustu spennusögum heims og vinsældirnar fara vaxandi með hverri nýrri bók. Lee Child er 55 ára Breti sem býr í New York.

Einfarinn og ofurtöffarinn Jack Reacher á hvergi heima og notar hvorki síma né tölvupóst. En þegar hann fær undarleg dulmálsboð gegnum bankakortið sitt veit hann hvaðan þau koma; frá félaga úr rannsóknarsérsveitinni sem hann eitt sinn stýrði. Tíðindin eru ógnvekjandi; einn úr hópnum hefur hlotið skelfileg örlög og flest hinna virðast horfin. Þau sem eftir eru safnast saman í Los Angeles til að grafast fyrir um örlög félaga sinna en flækjast brátt í þéttriðið net samsæris þar sem óþekktur óvinurinn er alltaf skrefi á undan.