Í englakaffi hjá mömmu

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1996
Flokkur: 

Úr Í englakaffi hjá mömmu:

Amma í Frakklandi

Vestið fellur út af öxlinni
hún togar sokkana upp
snýtir sér
og hrærir í pottunum.
Ástarsagan og prjónarnir bíða
en núna í augnablikinu
er hún að elda síðdegisverðinn.
Fær sér sopa
af rauðvíni dagsins
og flettir í orðabókinni
milli réttanna.
Æ, æ, æ og bakið á mér
segir hún á frönsku
hrærir í pottunum
og snýtir sér.
Amma í Frakklandi
sem á fjóra antikskápa
og fimm antikrúm
í gamla yfirgefna húsinu
úti í skógi
þar sem allt bíður eilífðarinnar
og bleik silkisjöl
hrynja úr hillunum
bak við skápdyrnar.
Fær sér annan sopa
af rauðvíni dagsins
og brosir til okkar tannlausa brosinu sínu.
Brosir hún
amma í Frakklandi.