Hrunadans og heimaslóð

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1996
Flokkur: 

Inngangur eftir Ástráð Eysteinsson.

Úr Hrunadansi og heimaslóð:

Dagbókarbrot

Sagði Kristjáni vini mínum Karlssyni í síðasta samtali okkar að ég hefði verið að fara í gegnum skáldsögu Victors Hugos, Níutíu og þrjú. Það er frábær söguleg skáldsaga sem gerist upp úr stjórnarbyltingunni miklu í Frakklandi. Betri sögur hafa ekki verið skrifaðar. Hvernig hann fer með samtöl, það er með eindæmum! Og lýsingar allar eru eftir alvörumeistara. Samtal Robespierre, Dantons og Marat undir miðbik sögunnar er eftirminnileg snilld. Samkvæmt því hafa þeir allir verið óþolandi, nei illmenni. Marat þó sýnu verstur. Jafnvel Robespierre þolanlegur í samanburði við hann.

Þetta hafa verið ómenni a la Kremlverjar eftir byltinguna. Og ég sem hef talið mér trú um að mín bylting hafi verið gerð 1789! Bylting borgaranna, og hún var náttúrulega söguleg nauðsyn eins og allar byltingar! En þremenningarnir stálu henni eins og stalínistarnir í Moskvu byltingu kommúnista á sínum tíma. Og svo stal Napoleon, sagðir mikli, byltingunni af þeim og gerðist einn helzti hryðjuverkamaður í sögu Evrópu!

Það er ekki skrýtið þótt Hugo hafi ekki kunnað að meta Napóleon III eða litla sem sendi hann í útlegð til Ermasundseyja kringum miðbik 19. aldar. Hugo var lýðræðis- og lýðveldissinni, en móðir hans hafði verið konungssinni svo að hann átti um sárt að binda í þeim efnum. Þess sér líklega stað í sögunni, skáldið fylgir engum að málum: ,,Í byltingu... er engin sök eða sekt... við erum undir guði einsog gras undir dögg... sköpunarverkið er kraftaverk í fullum blóma... segir skáldið.

Þrátt fyrir allt.

(95)