Höggstaður

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2007
Flokkur: 

Úr Höggstað:
 

Ævintýri á fjöllum 

Fjallkonan spennir á sig hamrabeltið
og hendist niður hlíðina
dýfir könnu leiftursnöggt í lækinn
og þambar á hlaupum

Hún má engan tíma missa

Frést hefur að þýskur ferðamaður
reiki rammvilltur um sveitina
Hún ætlar að ná honum
áður en björgunarsveitin birtist

Það tekst henni líka
bregður fyrir hann fæti
og fleygir í lyngið

Um kvöldið renna hundarnir
á lyktina
finna manninn
bundinn og blóði drifinn

Fagurhvítar fjallasóleyjar
balderaðar í hvíta bringuna


Hallgerður í Laugarnesi

Þögnin jafnkunnugleg
og lagður í lófa

Umskiptin því engin
ástæðulaust
að kraka í kuml

Þögnin svo römm
að hún umlukti
allar sem á eftir komu

Þær sem reyndu að
rjúfa hana
fundu vangann
loga af skömm