Höfðingjahótelið

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1996

Skáldsagan The Body in the Library eftir Agöthu Christie í þýðingu Ragnars.

Það er óvenjulegur morgunn á Gossington-setri. Óþekkt stúlka finnst látin í bókaherberginu og íbúar í þorpi skammt frá sýna málinu áhuga, sérstaklega gömul piparmey, fröken Marple, sem beitir hyggjuvitinu af alkunnri snilld.

Úr bókinni:

Slack varðstjóra leið vel þegar mikið var að gerast. Hann lifði fyrir að þjóta af stað í bifreiðinni, þagga ruddalega niður í fólki sem vildi segja honum eitthvað og slíta samtölum vegna þess að hann þurfti að sinna einhverju áríðandi.

Þar af leiðandi tók hann það ótrúlega stuttan tíma að komast til Danemouth, fara á lögreglustöðina, ræða við kvíðinn og viðutan hótelstjóra, hugga hann, ef svo máti að orði komast, með því að segja honum að það yrði að athuga hvort þetta væri rétt stúlkan áður en stórmál væri gert úr þvi´, og loks aka aftur til Much Benham ásamt nánasta aðstandanda Ruby Keene.

Slack hafði átt stutt samtal í gegnum síma til Much Benham áður en hann lagði af stað frá Danemouth og því vissi yfirlögregluþjónninn af komu hans. Honum brá þó þegar Slack sagði einfaldlega: „Þetta er Josie, herra.“

Melchett ofursti starði á undirmann sinn og taldi að hann væri genginn af göflunum.

Unga konan, sem var nýkomin út úr bifreiðinni, bjargaði Slack úr klípunni.

„Ég nota það nafn þegar ég er að skemmta,“ sagði hún til skýringar og brosti svo skein í hvítar tennurnar. „Raymond og Josie, eins og ég og félagi minn köllum okkur. Auðvitað er ég líka kölluð Josie á hótelinu. Fullu nafni heiti ég Josephine Turner.“

(31)