Hlustaðu á ljósið

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2005
Flokkur: 

Úr Hlustaðu á ljósið

Við segjum út við hafsbrún
en á hafinu er engin brún
aðeins ógreinileg mörk
útsævar og himins
yst í fjarskanum
og veröldin er vatn
salt vatn
eins langt og augað eygir

Hafið er alltaf eins
og aldrei eins
Hafið breytist sífellt
til að verða aftur eins
og þó aldrei eins

___

Fossinn heldur áfram
að falla um sjálfan sig
án afláts
hrynjandi vatn
í hvítum streng

Á botni fossins
er fallið svo þungt
að vatnið þeytist
í þykkan úða
stígur til himins
í háum marglitum boga
til að snúa aftur
til upphafsins

Þú horfir og heyrir
stöðugan straum
blandast blóði þínu
uns straumurinn flæðir
um víðáttu vitundar þinnar

Þú hverfur í fossinn
fossinn hverfur í þig

(62-3)