Helgi skoðar heiminn

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1976
Flokkur: 

Endurútgefin af Iðunni (Reykjavík) árin 1982 og '92, Fjólu (Reykjavík) árið 2004, Uppheimum (Reykjavík) árið 2010.

Myndir eftir Halldór Pétursson.

Úr bókinni:

Heimurinn er stór. Hann er stærri en allt túnið. hanner svo stór að það tekur næstum heilan dag að skoða hann allan. Það er svo margt að sjá. það er lækjargilið, fuglabjargið, álfatjörnin, áin, fjallið, hraunið og ótal margt fleira. Í dag ætlar Helgi að skoða allan heiminn. Allan heiminn sinn, sem hann sér og er alls staðar í kringum hann, og enginn á nema hann. En hann ætlar ekki að fara einsamall. Með honum fara tveir bestu vinir hans. Það eru ekki krakkar. Það eru hundur og hestur. Hundurinn hann Kátur og hryssan hún Fluga. Helgi á nefnilega heima uppi í sveit. það er bráðum komið hásumar og þess vegna ekki eftir neinu að bíða að fara og skoða heiminn.

Það er bjartur og hlýr dagur. Helgi fer til mömmu sinnar og segir henni að nú ætli hann að fara og skoða heiminn.

Jæja, Helgi minn, segir mamma. Þá verður þú að muna mig um að fara varlega. Heimurinn er stór. Og í honum leynast margar hættur. og þú mátt ekki vera of lengi, því þá verðum við hrædd um þig.

Hafðu engar áhyggjur af mér, mamma mín, segir helgi. Þetta er minn heimur sem ég ætla að skoða. Og þar getur ekkert komið fyrir mig. Kátur og fluga ætla líka að fara með mér.

Svo nær Helgi í Flugu, teymir hana að hænsnakofanum, prílar upp á hann og klifrar á bak.