Hættir og mörk

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2005
Flokkur: 

Úr Hættir og mörk:

Vor

Fylla lungun
ferskri gúmmíangan
naglaþyturinn þagnar
það er best.

Meðan svifrykið sest.

Rennum umfelguð
umpóluð
upp úr hjólförunum
á glænýju munstri.

Að köldu borði vorsins
þar sem æ fleiri sneiðar
finna sér álegg
úr jurtaríkinu.

Gúllíver í Hestalandi

Þegar Gúllíver var að lýsa Mannheimum fyrir
hinum göfugu og háþróuðu gestgjöfum sínum
nefndi hann eins og óvart að við ættum það til að
ljúga. Hestarnir skildu ekki orðið og þegar þeir
báðu um nánari útskýringu sagði Gúllíver að það
væri að segja það sem ekki er. Hestarnir horfðu
vantrúaðir á hann en kannski um leið ofurlítið
heillaðir, að minnsta kosti létu þeir hann endurtaka
orð sín hvað eftir annað og veltu vöngum. Það var
hreinlega eins og þeir héldu að hann væri að ljúga.