Galdra-Loftur

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1973

Leikritið Galdra-Loftur eftir Jóhann Sigurjónsson frá árinu 1915.

Önnur útgáfa 1977, þriðja 1987.

Í ritröðinni Íslensk úrvalsrit (7).

Njörður annaðist útgáfuna og ritaði inngang: ,,Um Galdra-Loft.

Úr inngangi Njarðar:

Form leikritsins er háð miklu meiri takmörkunum en skáldsöguformið. Sumar þessara takmarkana liggja í augum uppi. Þannig er t.a.m. um vettvang atburða sem verða að rúmast innan þeirra skorða sem leiksviðið setur. Þó er þetta ekki alltaf svona einfalt, því að höfundur leikrit sgetur brugðið á það ráð að láta atburði sem illa rúmast á leiksviði gerast utan þess, jafnvel milli þátta, og er þessu bragði einmitt beitt í Galdra-Lofti eins og síðar verður að vikið. Í slíkum tilvikum fær þá áhorfandi/lesandi einungis óbeina vitneskju um atburðina í frásögn persóna leikritsins, jafnvel þótt það sem gerzt hefur utan leiksviðs kunni að ráða úrslitum um framvindu verksins. Slíkum brögðum þarf skáldsöguhöfundur hisn vegar ekki að beita þar sem verk hans er ekki eins staðbundið og leikrit hlýtur að vera eðlis síns vegna. Önnur takmörkun sem einnig er augljós, flest í þvi´að höfundur leikrit snotar persónur til að koma verki sínu á framfæri við viðtakanda. Skálsöguhöfundr getur á auðveldan hátt lýst öllum aðstæðum, gert grein fyrir persónum sögunnar með upplýsingum um útlit, skapgerð, jafnvel forsendur fyrir orðum eða breytni. Hann getur lýst persónum sínum utan frá sem innan. Hann getur látið lesandann fá beina vitneskju um hugsanir einstakra persóna í sögunni, hann getur horft á framvindu sögunnar sem alvitur guð er veit allt um allar persónur, jafnvel getur hann miðlað lesandanum vitneskju um hvað gerist á fleiri en einum stað í senn. Þetta get r leikritahöfundurinn ekki. Hann verður að láta sér nægja tal leikaranna á sviðinu og látbragð þeirra til að koma hugsun sinni á framfæri. Höfundur sviðsverks er þannig háður millilið er túlkar verk hans fyrir viðtakanda. Og þessar aðstæður þrengja einnig svigrúm hans til persónusköpunar. Persónulýsingar í leikriti geta verið ýmist beinar eða óbeinar. Bein lýsing á útliti og framkomu getur birzt í samtölum eða í upplýsingum höfundar (og þá aðeins fyrir lesendur) um aldur, vaxtalag, klæðaburð o.s.frv. Óbein mannlýsing felst aftur á móti í því (1) hvað persóna segir um sjálfa sig; (2) ytri framkomu; (3) sambandinu milli þess sem hún segir og hvernig hún breytir; (4) hvað aðrir hafa um hana að segja; (5) hvernig aðrir breyta gagnvart henni. Að öllu þessu verður að huga vandlega við lestur leikrits.

(5-6)