Fljótið sofandi konur

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1992
Flokkur: 

Úr Fljótið sofandi konur:

Halaminningar

til Gyrðis

Óstuddar sjást minningar
ekki frá stjörnuturninum
samt fægði ég
sjónglerin með uppstoppaðri
loppu er fannst rekin
á hákarlafjöru
Eru þetta hugsanlega
halaminningar
spyr ég drauginn sem
dimmeygum starir á móti
úr kaffibollanum
Annars drekk ég te
tel það hollara
núorðið

(s. 26)