Fjórar línur og titill

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2006
Flokkur: 

Fjórar línur og titill er safn 52 texta, og eins og titill bókarinnar gefur til kynna eru þeir samsettir af fjórum línum og titli.  Bókin var gefin út í 299 eintökum og eru 99 þeirra tölusett og árituð af höfundi.
 
Úr Fjórum línum og titli:

Old Norse

Hvorki ég
né mínir nánustu
getum tjáð okkur um okkar eigin mál
á öðrum tungum.


Hliðarvagn

Systir mín hefur keypt sér mótorhjól
og ég sit í hliðarvagninum.
Við rennum eftir Þingholtsstrætinu
og ég læt mig hlakka til framtíðarinnar.

(9)