Erindi

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1979
Flokkur: 

Úr Erindum:

Sloppar

Þér sloppar ég ávarpa yður,
þér unið hér saman á snaga.
Þér hangið af honum niður
í hirðusemi og aga.

Hve nöturleg væri ekki nektin
ef notkun á yður hætti,
hve sárlega biti ekki sektin
í svofelldu píslarvætti.

Því sá sem er sloppinn í sloppinn
er sloppinn og þarf ekki að svara.
Er nokkur svo skyni skroppinn
að skilja hvað ég er að fara?