Eðlisþættir skáldsögunnar

Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1975
Flokkur: 

2. útgáfa, endurskoðuð útgefin 1981.

Önnur bókin í ritröð Fræðirita Rannsóknarstofnunar í bómkenntafræði við Háskóla Íslands.

Af bókarkápu:

Þessari bók er fyrst og fremst ætlað að vera kennslubók handa stúdentum sem leggja stund á bókmenntafræði á fyrsta ári við Háskóla Íslands. Hún er hugsuð sem kynning á einni af þremur megingreinum bókmennta og birtir lýsingu á nokkrum helstu eðlisþáttum skáldsögunnar. Hún miðar að því að auðvelda nemendum að tileinka sér einstakar skáldsögur með vandlegum lestri sem fólginn er í könnun á innri gerð þeirra. Slík könnun er forsenda greiningar og túlkunar.

Bókin skiptist í sex kafla:

1. Hver segir söguna?
2. Bygging.
3. Persónusköpun.
4. Tími og umhverfi.
5. Mál og stíll.
6. Þema.

Höfundur hefur leitast viða ð hafa alla umfjöllun einfalda og skýra og ætti bókin því að reynast öllum áhugamönnum auðveld aflestrar þótt hún sé rituð sem kennslubók.