Drauganet

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2011
Flokkur: 

Kjartan Hallur myndskreytir.

Úr bókinni


Heilagt

aldrei fann ég helgidóm lífsins
nema í því lága og ómerkilega
fölskvalausa trú og von
eins og mussumaðurinn messar
yfir metta og velklædda
fann ég hjá dópistum
sem höfðu snúið við blaðinu
ærlegan hetjuskap
í krabbameinsveiku barni
fegurstu draumana
hjá þeim brotnu og utanveltu
sanna félagskennd og bræðralag
eins og talað er um í terlínræðum
fann ég á gömlum netabát undir jökli
við angan af grút og svita
þegar við drógum upp trossurnar um miðja nótt
þreyttir, glaðir, á leið í frí

(s. 58)