Dhammapada: Vegur sannleikans

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2003

Orðskviðir Búdda. Njörður þýddi og ritaði inngang.

Úr bókinni:

12. Eigið sjálf

Ef þér eru umhugað um sjálfan þig
þá skaltu gæta þín vel.
Vitur maður heldur ætíð vöku sinni.

Fyrst þarftu að kunna sjálfur
áður en þú kennir öðrum.
Þannig varast vitur maður spillingu.

Það sem þú kennir öðrum
áttu að tileinka þér sjálfur.
Vel þjálfaður maður
getur þjálfað aðra.
Erfiðast er að aga sjálfan sig.

Þú ert þinn eigin gæslumaður
hver annar gætir þín?
Sá sem agar sjálfan sig
eignast góðan gæslumann.

Innan frá kemur hið illa.
Það fæðist í sjálfinu
flýtur úr sjálfinu
og brýtur þig eigin böli
eins gimsteinn gler.

Siðlaus maður er líkur illgresi
sem sækir að og kæfir vænan gróður.
Það sem hann gerir sjálfum sér
fer eftir óskum óvinar hans.

(61-2)