Boxarinn

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2012
Flokkur: 


Um Boxarann:Hér segir sonur sögu föður síns sem var maður af margri gerð, í senn heillandi og haldinn þrúgandi óeirð og mikilli athafnaþrá. Inn í frásögnina fléttast litríkar örlagasögur ýmissa ættingja; misindismanna, sérstaæðra kvenna, launbarna og ungs fólks sem þurfti að þola sumt af því versta sem lífið skapar mönnum.Úr Boxaranum:Eitt af því sem lá í loftinu var að þessi bróðir þinn væri ofbeldismaður á bak við luktar dyr heimilisins. Eftir að hann flutti norður var því hvíslað að hann lemdi konuna sína, danglaði ekki bara í hana, heldur berði hana eins og harðfisk. Lengi hét þetta bara slúður. Svo gerðist það eina nöturlega vetrarnótt í svartamyrkri, skafrenningi og byl, að hann lét barsmíðar ekki duga heldur henti henni út í veðrið. Hún var í náttfötum einum klæða. Sem betur fór komst hún fljótt í skjól hjá nágrönnum sínum. Morguninn eftir fór hún heim. Til hans.Ofbeldi er margbreytilegt eins og djöfullinn sjálfur. Það var mér sagt einhverju sinni, þegar hann bróðir þinn var að fást við hross, hefðu komið til hans hestamenn í útreiðartúr. Þeir voru hreifir og létu góðyrði falla um hrossin hans. Mest þótti þeim koma til hálftaminnar merar og spurðu hvort þeir mættu reyna hana. Hann hélt það nú. „Og kerlinguna ef þið gefið í staupinu, hún er heima!“ svaraði hann og bar sig eftir pelanum.Þetta þykir ekki öllum stórvægileg karlremba. Ef til vill segir einhver að þetta sé bara belgingur. Hvaða orð sem menn vilja hafa um það er þetta tilbrigði við annað og meira ofbeldi. Það argasta. Þá tegund sem ekki er unnt að hafa orð um því að þar er enginn til frásagnar nema sá sem fyrir því verður og hinn sem beitir því. Sá síðarnefndi getur sjaldan eða aldrei talist trúverðugur.Því veldur siðblindan.(41-2)