Boðorðin 9 : hjónabandssaga á augabragði

Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2002
Flokkur: 

Úr Boðorðunum 9:

GUNNAR: Birna segir að hann hafi svokallað ímyndunarafl, er ekki hægt að nota það við auglýsingagerð?
RAGNAR: Markmið okkar er að þjóna viðskiptavinum, ekki að skapa ódauðleg listaverk.
ÁSA: Það væri voða gaman að fá Andra í liðið.
BIRNA: Andri getur gert allt sem hann vill. Ef hann hefur áhuga á einhverju, þá gerir hann það vel. Og ég veit að hann getur alveg fengið áhuga á markaðsmálum.
VALLI: Mér finnst að þú eigir að halda áfram að mála. Ekki gefast upp! Láttu ekki ginna þig! Þú átt að halda áfram að mála.
BIRNA: Er einhver að tala um annað? Hann er bara að reyna eitthvað nýtt. Víkka út sitt svið.
GUNNAR: Auglýsingar eru list út af fyrir sig.
ÁSA: Það er rosalega mikið að gerast í auglýsingum. Allir frægustu kvikmyndagerðamenn heims hafa byrjað í auglýsingum.
GUNNAR: Auglýsingabransinn er fyrir hörkutól.
AGNAR: Menn þurfa að sýna úr hverju þeir eru gerðir. Það minna margir listamenn hjá okkur. Þeir vígfimustu.
ÁSA: Þetta er ofboðslega graður bransi. Alilr á tánum.
AGNAR: Auglýsingar eru verkfæri til veiða: þær eru spjót, ífærur, gaddakylfur, kúluskot og haglaskot, en líka net, gildrur, snörur, og jafnvel eitur.
ANDRI: Auðvitað er ég ekkert of góður til þess að vinna í auglýsingum - tímabundið - á meðan við erum að kaupa húsið.
AGNAR: Fjárhagslegt öryggi spillir ekki hamingjunni. Svo mikið er víst.
VALLI: Þú ert að ganga í snöruna, félagi.
ANDRI: Ég segi aldrei skilið við listina, Valli. Þetta verður bara tímabundið.
BIRNA: Það er ekki eins og þú sért að snúa baki við veröldinni.
AGNAR: Þvert á móti, þú munt umvefja veröldina, þú munt stinga þér á bólakaf í veröldina.
LAUFEY: Þú færð ekki betri kennara í veraldarfræðum. Gullgerðarmaðurinn Agnar. Þetta er hans veröld. Þú munt komast að því.

(85-6)