Blá mjólk

Útgefandi: 
Ár: 
1990
Flokkur: 

Úr Blá mjólk:

Blá mjólk

Blá ósýnileg mjólk rennur í æðum heimsins
Hún er gömul Hún er fædd í rökkrinu
Hún heldur á tveim regnhlífum þegar birtir
Hún er í skorsteininum Hún er í reyknum
Hún er fögur líkt og skelfiskur
Hún er skínandi líkt og kufungur
Hún er iðjusöm líkt og marfló
Hún er í djúpunum og á yfirborði sjávarins
Hún vætlar úr klettunum
Hún býr í gómum bjargfuglanna

[...]