Ballið á Bessastöðum

Höfundur: 
Útgefandi: 
Ár: 
2011
Flokkur: 

Leikritið byggir Gerður á bókum sínum um prinsessuna og forsetann á Bessastöðum. Frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í janúar 2011 í leikstjórn Ágústu Skúladóttur með tónlist eftir Braga Valdimar Skúlason. Tónlistin kom einnig út á geisladiski.

Um verkið:

Forsetinn á Bessastöðum er að drukkna í skyldustörfum og bréfaflóði, en dreymir um að fá tíma til að skoða skýin, eignast góða vini og borða pönnukökur. Hann fær í heimsókn kóng og drottningu, með barnabarnið sitt, prinsessuna. Þegar konungshjónin eru rokin af stað til að skoða íslenska náttúru halda forsetinn og prinsessan í ævintýralega för um fjöll og firnindi, til að koma mikilvægri kransaköku í réttar hendur. En ekki fer allt eins og til er ætlast – enda er gamall, hrekkjóttur bakaradraugur á kreiki.