Aungull í tímann

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1956
Flokkur: 

Úr Aungull í tímann:

Í borginni

Það var byrjað að snjóa
Nokkrar snjóflygsur féllu niður á jörðina
til að deyja
Þær voru veikar
þessvegna tróðust þær undir og gleymdust
eins og allt sem er veikt
Myrkrið grúfði yfir borginni
Fáeinir sáust á ferli
En í daufri og flöktandi birtu götuljósanna
grillti í úngan dreing
Hann var kaldur eins og borgin
Fáir vita
hvað gerist bak við gluggatjöldin
Þau eru þúng
og það er erfitt að draga þau frá

Í haust er ég gekk eftir götum borgarinnar
byrjaði allt í einu að snjóa
Nokkrar snjóflygsur féllu niður á jörðina
til að deyja
Þær voru veikar
þessvegna tróðust þær undir og gleymdust
eins og allt sem er veikt
Myrkrið grúfði yfir borginni
Fáeinir sáust á ferli
En í daufri og flöktandi birtu götuljósanna
grillti í úngan dreing
Hann var kaldur eins og borgin

(s. 36-37)