Annaðhvort - eða

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1974
Flokkur: 

Úr Annaðhvort - eða:

Frá miðstjórninni

Hér með tilkynnist öllum
sem láta sig málið eingu varða
að anarkistaflokkurinn
hefur á ný stolið sér sólgleraugum
og starfar því skuggalegri en nokkru sinni fyrr.

Að sjálfsögðu lætur hann pólítík liggja milli hluta
utan að spreingja upp nokkrar kirkjur
og heingja fáeina ráðherra
árshátíð ei haldin
en spilakvöld hvert kvöld
og spiluð lángavitleysa með borgarana
einginn velkominn en sumum hleypt inn

VIVA LA ANARCHIE