Af Halamiðum á Hagatorg

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1986

Ævisaga Einars Ólafssonar í Lækjarhvammi. Bókin var gefin út í tilefni af 90 ára afmæli Einars, 1. maí 1986.

Úr Af halamiðum á Hagatorg:

Þegar ég fór að geta orðið að liði hafði ég hug á því að létta undir með heimilinu. Ólafur faðir minn var leiguliði eins og svo margir bændur um aldamótin. Um miðja síðustu öld var aðeins rúmur fjórðungur bænda sjálfseignarbændur, en þaegar kom fram undir aldamót fóru margir leiguliðar að brasa við að kaupa ábýlisjarðir sínar. Faðir minn keypti eina í Flekkudal árið 1902, og um það leyti stigu margir nágrannabændur hans sama skref. Þetta var á skútuöldinni og þeir ábúendur í Kjósinni sem styrkt höfðu stöðu sína með því að fara á skútu, sáu sér kleift að kaupa jarði sínar.

S. 65.